föstudagur, 11. maí 2018

Skipulagsnefnd 20. Júní - 12. Stórhöfðaviti 161788, Leyfi til að leggja ljósleiðara frá Stórhöfðavita niður í Klauf (Verknúmer: BN020055)

20.06.2002

Skipulagsnefnd 20. Júní

Skipulagsnefnd 20. Júní 2002 Skipulagsnefnd 20. Júní 2002 Skipulags- og bygginganefnd
1468. fundur 2002

--------------------------------------------------------------------------------
Ár 2002, fimmtudaginn 20. júní kl. 12:00 var haldinn 1468. fundur skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyja. Þessir sátu fundinn: Helgi Bragason, Stefán Þór Lúðvíksson, Sigurður Páll Ásmundsson, Stefán Óskar Jónasson og Friðbjörn Valtýsson. Einnig sátu fundinn: Jökull Pálmar Jónsson og Ólafur Ólafsson. Ritari var Jökull Pálmar Jónsson.
--------------------------------------------------------------------------------
Þetta gerðist:
--------------------------------------------------------------------------------
1. Kosning í skipulags og byggingarnefnd, kosning í skipulags- og byggingarnefnd
Verknúmer: BN020069
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902
Vestmannaeyjabær óskar eftir kosningu fyrir formann, varaformann og ritara í skipulagsnefnd Vestmannaeyja. Þetta er gert samkvæmt bæjarmálasamþykkt sem samþykkt var í bæjarstjórn Vestmannaeyja þann 27. júní 1996.
Uppástunga um eftirfarandi skipan embætta:
Formaður: Helgi Bragason
Varaformaður: Stefán Óskar Jónasson
Ritari: Skæringur Georgsson
Nefndin samþykkir skipan ofangreindra embætta.
--------------------------------------------------------------------------------
2. Deiliksipulag Herjólfsdals, Breyting á deiliskipulagi Herjólfsdals
Verknúmer: BN020066
680197-2029 ÍBV íþróttafélag
Þórsheimilinu v/Hamarsveg 900
ÍBV Íþróttafélag og Golfklúbbur Vestmannaeyjaa hafa sótt um að fá að koma fyrir snúningshaus á veginum inn í Herjólfsdal og bílastæðum yfir þjóðhátíð inn á golfvelli skv. meðfylgjandi uppdrætti Tæknideildar Vestmannaeyja. Breyting þessi telst, skv. 26. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997 óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Nefndin samþykkir að komið skuli fyrir varanlegum snúningshaus á veginum inn í Herjólfdal og leyft verði að gera ráðstafanir svo hægt verði að útbúa bílastæði inn á golfvellinum yfir þjóðhátíð skv. uppdrætti Tækni- og umhverfissviðs Vestmannaeyjabæjar dags. 20.06.2002.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.
--------------------------------------------------------------------------------
3. Vestmannabraut 61, Sótt um lóð að Vestmannabraut 61
(Verknúmer: BN020057)
050481-4689 Svavar Örn Guðmundsson
Kirkjuvegur 57 900
Svavar Örn Guðmundsson sækir um lóð að Vestmannabraut 61 til skipulags og byggingarnefndar. Fyrirhugað er að flytja íbúðarhús á lóðina sem nú stendur við Skólaveg 36. Lóðinni var áður úthlutað til Sigurðar Vignissonar og Guðbjargar Sveinbjörnsdóttur í október 2000. Þau hafa nú afsalað sér lóðinni aftur til Vestmannaeyjabæjar.
Nefndin samþykkir að úthluta lóðinni að Vestmannabraut 61 til Svavars Arnar Guðmundssonar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útbúa lóðarleigusamning.
Stærð lóðar: 472 m2
Lóðin ber ekki lóðargjald skv. bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 1. ágúst 2001
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
--------------------------------------------------------------------------------
4. Hamarsskóli 160685, Umsókn um leyfi til að byggja við Hamarsskóla, áfanga d
(Verknúmer: BN020064)
690269-0159 Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu 902
Vestmannaeyjabær sækir um leyfi til skipulags- og byggingarnefndar til að byggja við Hamarsskóla í Vestmannaeyjum áfanga D skv. meðfylgjandi teikningum frá Halli Kristinssyni arkitekt. Fyrir liggur samþykki Vinnueftirlitsins í Vestmannaeyjum og Slökkviliðsstjóra
Nefndin samþykkir erindið enda liggja fyrir nauðsynleg gögn.
byggingarleyfisgjöld 48.696,-
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
--------------------------------------------------------------------------------
5. Hásteinsvegur 37, Fyrirspurn um byggingu bílskýlis við Hásteinsveg 37
(Verknúmer: BN020054)
140959-5889 Már Friðþjófsson
Hásteinsvegi 37 900
Már Friðþjófsson gerir fyrirpsurn til skipulags- og byggingarnefndar um möguleika þess að byggja bílskýli við hús sitt að Hásteinsvegi 37 skv. meðfylgjandi teikningum.
Nefndin frestar erindinu og óskar eftir frekari upplýsingum.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
--------------------------------------------------------------------------------
6. Hrauntún 71, Sótt um leyfi til að byggja sólhús og breyta gluggum
Verknúmer: BN020060
Páll Grétarsson sækir um leyfi til skipulags- og byggingarnefndar til að byggja sólhýsi við húss sitt að Hrauntúni 71 og breyta þremur gluggum skv. teikningum OK Arkitekta.
Nefndin samþykkir erindið.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
--------------------------------------------------------------------------------
8. Strandvegur 82, Sótt um leyfi til að byggja ketilhús og kvist
(Verknúmer: BN020067)
700269-3299 Vinnslustöðin hf
Hafnargötu 2 900
Sigurjón Pálsson, tæknifræðingur f.h. Vinnslustöðvarinnar sækir um leyfi til skipulags- og byggingarnefndar fyrir byggingu ketilhúss við Strandveg 82 og upphækunar á þaki skv. meðfylgjandi teikningum Sigurjons.
Nefndin samþykkir erindið en áréttar að áður en framkvæmdir hefjast skulu byggingarfulltrúa hafa borist umsagnir Vinnueftirlits, Brunamálastofnunar og Heilbrigðiseftirlits varðandi ketilhús ásamt skráningartöflu.
Byggingaleyfisgjöld:
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
--------------------------------------------------------------------------------
9. Bárustígur 11, Sótt um leyfi til að setja borð fyrir framan veitingastaðinn Lanterna við Bárustíg 11
(Verknúmer: BN020042)
281061-3219 Dominik Lipnik
Hásteinsvegur 54 900
Bæjarstjórn hefur vísað aftur til skipulags- og byggingarnefndar umsókn veitingastaðarins Lanterna um borð og skjólveggi fyrir utan húsnæði að Bárustíg 11 skv. meðfylgjandi uppdráttum og greinargerð.
Þann 13. maí bókaði skipulags- og byggingarnefnd "Nefndin samþykkir að umsækjandi megi koma fyrir borðum tímabundið til 15. september 2002 en hafnar umsókn um skjólvegg."
Nefndin samþykkir erindið og veitir leyfið til 15. september 2002 til reynslu. Ætli umsækjandi að hafa sama fyrirkomulag á næsta ári skal hann sækja um það til skipulags- og byggingarnefndar.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
--------------------------------------------------------------------------------
10. Hásteinsvegur 160794, Óskað er álits nefndarinnar á girðingu vestan við Týsheimili utan um Hásteinsvöll.
(Verknúmer: BN020063)
271147-4579 Guðmundur Þ B Ólafsson
Hrauntúni 6 900
Guðmundur Þ B Ólafsson, Íþróttafulltrúi óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar gagnvart girðingu vestan við Týsheimili utan um Hásteinsvöll skv. meðfylgjandi uppdrætti. Girðingin er krafa Knattspyrnusambands Íslands fyrir áframhaldandi keppnisleyfi á Hásteinsvelli.

Nefndin frestar afgreiðslu erindis uns afgreiðsla umhverfisnefndar liggur fyrir.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

--------------------------------------------------------------------------------
11. Búhamar 7, Leyfi til að steypa upp vegg í lóðarmörkum.
(Verknúmer: BN020053)
020949-4739 Þórður Karlsson
Búhamar 7 900
Þórður Karlsson sækir um leyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa til að steypa upp vegg í lóðarmörkum með lágri girðingu sbr. meðfylgjandi myndir. Samþykki nágranna liggur fyrir.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 21. maí s.l.
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Þórði Karlssyni að steypa vegg í lóðarmörkum sbr. innlagðar myndir segja til um.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997.
Byggingarleyfisgjöld 4.000.-
--------------------------------------------------------------------------------

561294-2409 Landssími Íslands hf.
v/Austurvöll 150
Jóhann Örn Guðmundsson f.h. Landsímanns sækir um leyfi til að leggja ljósleiðara frá Stórhöfðavita niður í tengiskúr í Klaufinni, skv. meðfylgjandi afstöðumynd.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Landssímanum að leggja ljósleiðara frá Stórhöfða og niður í Klauf skv. innlagðri afstöðumynd.
Leyfi þetta er háð því að gengið verði frá landinu eins og komið var að því þ.a. engin ummerki sjáist eftir lagningu ljósleiðarans.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
13. Strandvegur 81-85 , Sótt um leyfi til að steypu þró umhverfis lýsistanka við Lifró
(Verknúmer: BN020061)
700269-3299 Vinnslustöðin hf
Hafnargötu 2 900
Vinnslustöðin sækir um leyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa til að steypa þró umhverfis Lýsistanka sína við Lifró skv. meðfylgjandi teikningum Sigurjóns Pálssonar tæknifræðings. Fyrir liggur umsögn Hollustuverndar.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Vinnslustöðinni að steypa þró umhverfis lýsistanka við Lifró skv. teikningum Sigurjóns Pálssonar, tæknifræðings.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

--------------------------------------------------------------------------------
14. Vestmannabraut 72, Sótt um leyfi til að rífa bílskúr
(Verknúmer: BN020062)
120167-3839 Helga Dís Gísladóttir
Birkihlíð 4 900
Helga Dís Gísladóttir sækir um leyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa til að rífa bílskúr að Vestmannabraut 72 en bílskúrinn eyðilagðist í bruna.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 13.06.2002:
Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Helgu Dís Gísladóttir að rífa bílskúr að Vestmannabraut 72.
Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
--------------------------------------------------------------------------------

 http://vestmannaeyjar.is/is/meetings/view/2002/06/20/skipulagsnefnd-20-juni