laugardagur, 13. október 2018

Ónæðis­söm nótt á Stór­höfða

Óskar J. Sigurðsson á Stórhöfða. Hann býr í vitahúsinu ásamt ...
Óskar J. Sig­urðsson á Stór­höfða. Hann býr í vita­hús­inu ásamt syni sín­um. Sig­ur­geir
Nótt­in var með þeim ónæðis­sam­ari á Stór­höfða í Vest­manna­eyj­um. Und­ir morg­un var meðal­vind­ur þar vel yfir 40 m/​s og vind­hviður um og yfir 50 m/​s lengi næt­ur. Veðrið er nú aðeins byrjað að ganga niður, að sögn Óskars J. Sig­urðsson­ar veður­at­hug­un­ar­manns og vita­varðar. 
„Það hef­ur löng­um loðað við mann að sofa lítið þegar er orðið þetta hvasst. Það hef­ur alltaf verið svo­leiðis frá því ég man fyrst eft­ir mér,“ sagði Óskar. Hann sagði að meðan vind­styrk­ur var mæld­ur í hnút­um hafi hann farið að óa við veðrinu þegar það fór yfir 80 hnúta, það sam­svar­ar 41,16 m/​s. Í morg­un fór vind­ur­inn í 87 hnúta eða tæpa 45 m/​s þegar mest gekk á.
Óskar býr í Stór­höfða ásamt Pálma Frey syni sín­um og veður­at­hug­un­ar­manni. Pálmi hef­ur bloggað um þetta af­taka veður á bloggi sínu og sýn­ir þar mynd­ir af vind­mæl­in­um. En fara þeir út að lesa af mæl­um í svona veðri?
„Nei, ekki í svona veðri. Maður er ekki svo sam­visku­sam­ur,“ sagði Óskar.
Veðrið var aðeins byrjað að ganga niður, en hægt.  Vind­ur á Stór­höfða var 38 m/​s kl. 13 og mesti vind­ur í hviðum var 47 m/​s.
Óskar sagði að sér fynd­ist minna hafa verið um svona af­taka­veður hin síðari ár. Þau hafi komið oft­ar fyrr á árum.  Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur bend­ir á það á bloggi sínu að fara þurfi allt aft­ur til árs­ins 1992 til að finna sam­bæri­leg­an vind á Stór­höfða og nú. Þá mæld­ist þar 45,8 m/​s þann 24. fe­brú­ar. Metið var slegið 3. fe­brú­ar 1991 þegar þar mæld­ist 56,6 m/​s vind­ur.
Óskar sagðist ein­hvern tíma hafa fundið út að yfir vet­ur­inn kæmu þrjú veður þegar vind­ur færi í 80 hnúta (41,16 m/​s). Það hafi verið mun fátíðara í seinni tíð. 
Óskar sagði mjög hvasst hafi verið í all­an gær­dag. Í gær­kvöldi fór svo að bæta í veðrið held­ur bet­ur og eft­ir miðnætti hafi vind­ur farið yfir 30 m/​s. Í Vest­manna­eyja­bæ var einnig mjög hvasst og þar fór sterk­asta hviðan í 46 m/​s. Þá hef­ur rignt mikið í Vest­manna­eyj­um í nótt og var úr­kom­an í Surts­ey 6 mm á klukku­stund í morg­un.  
Óskar vissi ekki til að nein­ar skemmd­ir hafi orðið á hús­um á Stór­höfða. Hann sagði það bjarga að hviðurn­ar séu ekki svo snögg­ar á Höfðanum. 
Vindmælirinn á Stórhöfða hefur sjaldan snúist jafn hratt og í ...
Vind­mæl­ir­inn á Stór­höfða hef­ur sjald­an snú­ist jafn hratt og í nótt sem leið. Pálmi Freyr Óskars­son
Línurit Veðurstofunnar segir allt sem segja þarf um vindinn á ...
Línu­rit Veður­stof­unn­ar seg­ir allt sem segja þarf um vind­inn á Stór­höfða síðasta sól­ar­hring­inn. Veður­stofa Íslands
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/10/09/onaedissom_nott_a_storhofda/

Engin ummæli:

Skrifa ummæli