laugardagur, 13. október 2018

nn­lent | mbl | 30.8.2018 | 23:26 | Upp­fært 31.8.2018 6:08

Hvað varð um lund­ana?

Lundum við Íslandsstrendur hefur fækkað síðustu ár.
Lund­um við Íslands­strend­ur hef­ur fækkað síðustu ár. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Af hverju fækk­ar lund­un­um? Blaðamaður New York Times ferðaðist alla leið til Íslands til að freista þess að finna svarið við þess­ari spurn­ingu. Lund­um hef­ur farið fækk­andi á heimsvísu frá því um síðustu alda­mót og hef­ur tala þeirra farið úr rúm­um sjö millj­ón­um niður í 5,4 millj­ón­ir. Frá 2015 hef­ur lunda­stofn­inn verið á vál­ista Alþjóðegu nátt­úru­vernda­sam­tak­anna.
Blaðamaður New York Times og ljós­mynd­ari fylgdu eft­ir vís­inda­mönn­un­um dr. Erpi Snæ Han­sen, starf­andi for­stöðumanni Nátt­úru­stofu Suður­lands, og dr. Annette Fayet. Erp­ur hef­ur fylgst með lunda­stofn­in­um á Íslandi um ára­bil og Fayet er að vinna að rann­sókn­ar­verk­efni við Oxford-há­skóla þar sem hún vakt­ar fjór­ar lunda­ný­lend­ur í Wales, Nor­egi og tvær á Íslandi.
Eftirlit með lundastofninum vakti athygli blaðamanns New York Times sem ...
Eft­ir­lit með lunda­stofn­in­um vakti at­hygli blaðamanns New York Times sem kom til Íslands til að fylgj­ast með dr. Erpi Snæ Han­sen á lund­aralli í sum­ar. Skjá­skot/​New York Times

Á lund­aralli í níu ár

 Erp­ur hef­ur stýrt svo­kölluðu lund­arall­i síðastliðin níu ár þar sem hann fer tvisvar yfir sum­arið hring­inn í kring­um landið og at­hug­ar meðal ann­ars hversu marg­ir ung­ar hafa kom­ist á legg. Sam­kvæmt nýj­ustu fregn­um frá lund­aralli í Stór­höfða í Vest­manna­eyj­um eru 46% unga enn á lífi. Ábúðin í Höfðanum er nú 73%, sem séu góðar frétt­ir, að sögn Erps.  
Viðkomu­staðir hóps­ins voru meðal ann­ars Gríms­ey, Papey og Lundey þar sem þau rák­ust á veiðimenn sem höfðu veitt hundruð lunda og seg­ist Erp­ur ávallt hafa átt í góðu sam­bandi við veiðimenn­ina.
Of­veiði er ein­mitt ein ástæðan fyr­ir fækk­un lund­ans, en skort­ur á æti, meng­un og lofts­lags­breyt­ing­ar eru einnig stór­ar breyt­ur. Skort­ur á sandsíli, eft­ir­læt­isæti lund­ans, er sögð helsta ástæða fækk­un­ar lund­ans við Íslands­strend­ur og má rekja skort­inn til hita­stigs sjáv­ar­ins sem hef­ur farið hækk­andi. Lund­arn­ir þurfa því að fljúga lengra í leit að æti og það hafa vís­inda­menn fengið staðfest með því að merkja lund­ana með GPS-send­um og lesa úr ferðum þeirra.
Lund­arn­ir skipta enn millj­ón­um svo erfitt er að greina fækk­un­ina með ber­um aug­um. „Þess­ir fugl­ar eru lang­líf­ir þannig að þú sérð þá ekki hrapa niður,“ seg­ir Erp­ur, en var­ar við því að til lengri tíma litið er lunda­stofn­inn ekki sjálf­bær.
Hér má nálg­ast um­fjöll­un New York Times í heild sinni, ásamt áhuga­verðum og hríf­andi mynd­um og mynd­skeiðum.
 https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/08/30/af_hverju_hverfa_lundarnir/

Engin ummæli:

Skrifa ummæli