þriðjudagur, 13. september 2016

Óskar í Stórhöfða 70.ára.

22.nóvember'07 | 09:17
Síðastliðinn mánudagskvöld hélt félag Bjargveiðimanna veislu til heiðurs Óskari Sigurðssyni vitaverði á Stórhöfða en hann varð 70.ára á mánudaginn. Óskar hefur starfað sem vitavörður á Stórhöfða frá 1965. Óskar á einnig heimsmet í merkingu sjófugla og hafa fuglar sem hann hefur merkt á Stórhöfða flogið víða og er starf hans ómetanlegt fyrir rannsóknir á sjófuglum.
Myndir úr afmælisveislu Óskars má sjá hér
Ljósmyndir Óli Lár

http://eyjar.net/read/2007-11-22/oskar-i-storhofda-70ara/

Fréttir - Eyjafréttir, 12.08.2004? - Timarit.is

Pysjur eru heldur fyrr á ferðinni en venjulega og Pálmi Freyr Ókarsson, aðstoðarvitavörður, segir þær myndarlegar og gerðarlegar. Þeir feðgar Pálmi Freyr og Óskar Sigurson í Stórhöfða hafa um árabil fylgst með og merkt pysjur. Þeir hafa veitt því eftirtekt undanfarin ár, að ár sem er á sléttri töíu hafa komið betur út en á stakri. Pysjur komu seint í fyrra. 2003 en 2002 var gott ár með tilliti til ástands pysja. Sömuleiðis virðist þetta ár ætla að koma vel út

 http://timarit.is/direct_links_init.jsp?pageId=6112391

Fréttir - Eyjafréttir, 12.08.2004 - Timarit.is - Hitamet slegið á Stórhöfða: Aldrei mælst meiri hiti í ágúst

Hitamet slegið á Stórhöfða: Aldrei mælst meiri hiti í ágúst

Mesti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Stórhöfða, í nútímaskýli, mældist á þriðjudag 19,4 stig. Að sögn Óskars Sigurssonar, vitavarðar var nútímaskýli sett upp á Stórhöfða 1953 en mesti hiti sem mæst hefur í ágústmánuði, 19,6 stig mældist í veggskýli 1927. Þær hitatölur eru ekki eins áreiðanlegar og nákvæmar og í nútímaskýli, Hitamet var slegið í júlímánuði í fyrra en þá mældist hiti á Stórhöfða 20.0 stig. Sjálfvirki mælirinn við Löngulág sýndi þá 20,9 stig en á þriðjudag sýndi hann 21 stig. Óskar segir sérstætt hvað hitinn er stöðugur en oft fari hiti upp þegar vindur er að snúast og oft ekki lengur en í klukkustund. Aðfaranótt mánudags var stöðugur hiti, fór upp í 18 gráður sem er alveg einstakt. Til samanburðar má geta þess að í ágúst 1983 mældist hæsti hiti í ágúst 10,7 stig. Það sumar var með eindæmum kalt að sögn Óskars og meðalhiti í júlí og ágúst 8 stig. Viðurkennt sé að síðustu ár hafi farið hlýnandi en sérstæðar aðstæður þurfí til, loftstraumar verði að vera réttir o.s.frv. I jarð- sögunni hafí komið hlýinda- og kuldaskeið, bæði stutt og löng.

http://timarit.is/direct_links_init.jsp?pageId=6112391



Mesta veðrið gengið yfir í Vest­manna­eyj­um

Hluti af þaki fauk af húsi við Strandveg í Vestmannaeyjum ...
Hluti af þaki fauk af húsi við Strand­veg í Vest­manna­eyj­um og lenti á bíl, sem tal­inn er ónýt­ur.Eyja­f­rétt­ir/​Sæþór
Veður hef­ur held­ur lægt í Vest­manna­eyj­um en ennþá geng­ur á með mjög snörp­um hviðum. Björg­un­arlið hef­ur náð að festa niður það sem eft­ir er af þaki Ímexhúss­ins og tína sam­an mesta brakið í miðbæn­um. Þá er verið að ljúka við að binda niður þakið á kaffi Kró. Vind­hraðinn á Stór­höfða fór mest í 43 metra á sek­úndu rétt eft­ir klukk­an 15 og mest­ur var meðal­vind­hraðinn 32 metr­ar á sek­úndu.
Óskar J. Sig­urðsson, vita­vörður í Stór­höfða, sagði við Eyja­f­rétt­ir að norðan­átt­in væri byljótt í Vest­manna­eyj­um og sagði hann að frek­ar væri um bylgj­ur að ræða en vind­hviður. Þegar bylgj­urn­ar ríða yfir fell­ur loft­vog­inn sem nem­ur nokkr­um milli­bör­um. „Það sér maður á lof­vog­inni sem er sír­iti og kem­ur eins og vaff í lín­una þegar mest geng­ur á,“ sagði Óskar.
Veðrið núna er ekki ósvipað norðan­bál­inu sem gekk yfir 7. októ­ber sl. en þá mæld­ist mesti vind­h­arði á Stór­höfða sá sami, eða rétt tæp­ir 43 metr­ar á sek­úndu sem eru um 14 vindstig á gamla skal­an­um. „Það heyr­ist tals­vert í veðrinu hér en það eru ekki þess­ar snörpu bylgj­ur eins og niðri í bæ,“ sagði Óskar þegar hann var spurður um veður­ham­inn á Stór­höfða sem er 121 metri og er syðsti hluti Heima­eyj­ar. Mesti vind­hraði mæld­ist þar í fe­brú­ar 1991 og fór þá yfir 60 metra á sek­úndu og öldu­hæð var 29 metr­ar.


http://www.mbl.is/frettir/innlent/2004/10/18/mesta_vedrid_gengid_yfir_i_vestmannaeyjum/


40 metra meðalvindur á Stórhöfða klukkan níu en lítið um tjón

Sunnan ofsaveðrið sem nú gengur yrif landið virðist hafa náð hámarki í Vestmannaeyjum um níu leytiðí morgun þegar 40 m voru á Stórhöfða. Hafði slegið upp í 47 að sögn lögreglu. Núna er meðalvindhraðinn um 30 metrar og þykir flestum nóg um.  Birt hefur yfir og engin úrkoma er í augnablikinu en sjómistur er yfir Eyjum sem baðaðar eru af ofsafengnum sjónum sem skellur á af ógnarkrafti. Fór ölduhæð á Surtseyjarduflinu yfir 12 metra þegar verst lét í morgun.
Vestmannaeyjar hafa sloppið nokkuð vel fram að þessu og hafði lögreglan aðeins fengið þrjú útköll í nótt og morgun. Hurðir höfð fokið upp og í einu tilfelli opnaðist bílskúrshurð og rifnaði hreinlega af.

http://www.eyjafrettir.is/frettir/40-metra-medalvindur-a-storhofda-klukkan-niu-en-litid-um-tjon/2015-03-14



Pálmi Freyr Óskarsson · 
Mesti 10 mín. meðalvindhraði í Vestm. 14.03.2015:
Stórhöfði 39,6 m/s. (kl. 09.) (S-átt)
Vestm.bær 17,8 m/s. (kl.09) (S-átt)
Surtsey 25,3 m/s. (kl.09.) (SSV-átt)
Básask.br. 20 m/s.
Eldfellshr. 28 m/s.
Landeyjah. m/s.
Þorláksh. m/s.

Mesta vindhviða í Vestmannaeyjum 14.03.2015:
Stórhöfði 50,7 m/s. (kl. 09.) (S-átt)
Vestm.bær 32,4 m/s. (kl.09.) .
Surtsey 36,9 m/s. (kl.09.) (SSV-átt)
Básask.br. 33 m/s.
Eldfellshr. 36 m/s.
Landeyjah. m/s.

Mesti 10 mín. meðalvindhraði á Íslandi 14.03.2015:
Skarðsmýrarfjall 44.4 m/s.

Mesta vindhviða á Íslandi 14.03.2015:
Skarðsheiði Miðfitjahóll 73,5 m/s.
LikeReply1Mar 14, 2015 11:41am

Ofsaveðrið í lok febrúar hjó skörð í Stórhöfða

Margoft hefur verið varað við foki austan í Stórhöfða þar sem rofabörð hafa verið að myndast og smá saman gengið á gróður og jarðveg á svæðinu. Nú er komið í ljós að aðvörunarorðin voru ekki af tilefnislausu því í ofsaveðrinu sem gekk yfir Vestmannaeyjar helgina 21. til 22. febrúar hafa hundruð fermetra af gróðurþekju og hundruð ef ekki þúsundir tonna af jarðvegi fokið upp og skilið eftir stóra geil þar sem áður var þétt grasþekja.
Það var Pálmi Freyr Óskarsson, áður veðurathugunarmaður í Stórhöfða sem sendi Eyjafréttum myndir af hamförunum sem þarna hafa orðið. Fór hann ásamt blaðamanni og Ingvar Sigurðssyni og Erpi Snæ Hansen hjá Náttúrustofu til að kanna aðstæður. Og það verður að segjast eins og er að ástandið er miklu verra en myndirnar sýna. Geilin, sem mjókkar upp, er einhverja tugi metra bæði á breidd og lengd og nálægt því mannhæðar djúp. Þarna hefur allt sópast í burtu og ekkert eftir nema moldarlituð klöppin.
Ítarleg umfjöllun í Eyjafréttum á morgun.


http://www.eyjafrettir.is/frettir/ofsavedrid-i-lok-februar-hjo-skord-i-storhofda/2015-03-03

Pálmi Freyr Óskarsson · 
Góð og mikill umfjölun um þetta mál í Eyjafréttum. Enn mesti gallin við umfjöluna er að enn þurfa fjölmiðlamenn að skola til veðurtölum.
Pálmi Freyr Óskarsson ·
Þar sem Eyjafréttir.is ætla ekki birta myndir mínar af fokinu, þá eru þær hér:https://www.facebook.com/media/set/...
LikeReplyMar 10, 2015 3:45pm

41 árs gamall fýll

 02.03.2011 - 10:33


























Fýll sem kom í net við Eyjólfsklöpp suðvestur af Heimaey um miðjan febrúar, reyndist vera að minnsta kosti fjörtíu og eins árs gamall. Fuglinn var merktur og kom í ljós að Óskar Sigurðsson vitavörður í Stórhöfða hafði merkt þennan fýl fullorðinn í Stórhöfða 17. október 1970.
Frá þessu er greint á vef Náttúrustofu Suðurlands.  Enginn annar fugl sem Óskar merkit hefur lifað svo lengi frá merkingu þar til hann hefur verið endurheimtur en fyrra met var 36 ár. Elsti merkti fýllinn sem náðst hefur lifandi var 43 ára og 11 mánaða gamall í Bretlandi. 

http://www.ruv.is/frett/41-ars-gamall-fyll


„Ég ólst upp við þetta, að þurfa að vera með hugann við veðurathuganir, alltaf á þriggja tíma fresti. Það hlýtur að vera undarleg tilfinning þegar það er fyrir bí,“ segir Óskar Jakob Sigurðsson, sem lengi sinnti veðurathugunum á Stórhöfða. Sonur Óskars, Pálmi Freyr, tók við af honum árið 2008 en fyrir skömmu var ákveðið að leggja niður mannaða veðurskeytastöð á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Þeir feðgar sinntu veðurathugunum í síðasta skipti á Stórhöfða í gær en frá og með deginum í dag tekur sjálfvirkur tæknibúnaður alfarið við.
Óskar, sem nú starfar við mengunarmælingar í Vestmannaeyjum, hefur verið viðloðandi veðurathuganir á Stórhöfða síðan hann hóf að aðstoða föður sinn árið 1952. Fyrir tíma föður Óskars sá afi hans um veðurathuganirnar, því hafa fjórir ættliðir séð um veðurathuganir á Stórhöfða frá 1921. Sjálfur tók Óskar formlega við þeim árið 1965 og sinnti því starfi til 2008.
 
Frá 1952 hafa verið send átta veðurskeyti á dag, á þriggja klukkustunda fresti allan sólarhringinn, frá Stórhöfða. Óskar segist ekki hafa tölu á fjölda þeirra skeyta sem hann hefur sent í gegnum tíðina.

http://eyjar.net/read/2013-05-01/sjalfvirknin_tekin_vid_a_storhofda/
Oskar Sigurðsson, vitavörður á Stórhöfða: Getur verið þreytandi - að vakna á þriggja tíma fresti „Þaö getur verið þreytandi aö vakna á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn allt árið. Ég er búinn að vera í þessu starfi í 24 árT Ég er ekki alltaf einn og þarf því ekki að vakna á öllum tímum. Eg hef tekið mér þessi venjulegu frí á sumrin. Annars má segja að ég sé hér öllum stundum," sagði Óskar Sigurðsson, vitavörður og veðurathugunarmaður á Stórhöfða á Heimaey. Allir landsmenn hafa heyrt Stórhöfða nefhdan í veðurlýsingum í útvarpi. Veðurathugunarstöð var fyrst komið upp í Vestmannaeyjum árið 1877. 1921 var stöðin flutt að Stórhöfða og þar hefur hún verið síðan. Stórhöfði er um 120 metra yfir sjó. í veðurfréttum virðist sjaldan vera logn á Stórhöfða. „Það er logn fáa daga á ári. Það munar tveimur vindstigum hvað er hvassara hér en á sjónum. Vindstigin sem eru gefin upp á Stórhöfða segja því ekki alltaf rétt til um vindinn hjá sjómönnunum. Eins er mun lygnara í kaupstaðnum þar sem þar er gott skjól vegna fjallanna." Fyrsti vitinn var byggður á Stórhöfða 1906. Hann var með olíuljósum. Síðan voru ljósavélar notaðar og nú er notast við rafmagn. Óskar sagði að það hefði verið hrein bylting að fá rafhiagnið. Bilanir heyra nú nánast sögunni til og öryggi sjófarenda því mun meira en áður var. „Það er aldrei að vita hvenær menn eru að nota ljósin frá vitanum og því er nauðsynlegt að hægt sé að treysta honum," sagði Óskar Sigurðsson. -sme

http://timarit.is/direct_links_init.jsp?pageId=2560342

Hundrað ára afmæli Stórhöfðavita fagnað

15.11.2006
  • Storhofdi0071
    Óskar J. Sigurðsson hefur verið vitavörður í Stórhöfða frá 1965.

Fagnað var í gær eitthundrað ára afmæli Stórhöfðavita í Vestmannaeyjum. Í afmælisathöfn sem Vestmannaeyjabær skipulagði var Óskar J. Sigurðsson vitavörður heiðraður fyrir störf sín við vitavörsluna í áratugi en fjölskylda hans hefur annast vitann svo gott sem í heila öld. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Elliði Vignisson bæjarstjóri og fleiri fluttu ávörp og farið var í skoðunarferð í Stórhöfða.
Fyrsti vitavörður í Stórhöfða var Guðmundur Ögmundsson en árið 1910 tók Jónatan Jónsson, afi Óskars núverandi vitavarðar, við stöðunni. Sigurður, faðir Óskars, var næstur í röðinni en Óskar tók við vitavarðarstarfinu árið 1965. Fram kom í máli Sturlu Böðvarssonar að auk þess að sinna vitavörslu hefur Óskar um árabil annast merkingar á fuglum, einkum lundum.
Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, sagði í ávarpi sínu að elsta lunda í heimi sem merktur hefði verið, hefði Óskar merkt á Stórhöfða. Sagði hann Óskar hafa merkt yfir 85 þúsund fugla. Þá hefur Óskar annast mælingar á mengun í andrúmsloftinu sem Veðurstofa Íslands hefur stýrt.
Verið er að taka efni í heimildarkvikmynd um Óskar og störf hans á Stórhöfða og var sýndur bútur úr myndinni í afmælisathöfninni. Bæjarstjórinn afhenti Óskari myndavél að gjöf frá bænum en Óskar hefur í gegnum árin tekið talsvert af myndum og var hluti þeirra sýndur í afmælisathöfninni. Þá afhenti Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins, Óskari viðurkenningu og ávörp fluttu einnig Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri, Friðrik Ásmundsson, Hjálmar Árnason og Árni Johnsen. Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi bæjarins, skipulagði afmælisathöfnina.
Stórhöfði er syðst á Heimaey, 122 metra hár og myndaðist í gosi fyrir um 6 þúsund árum. Veðurstöðin í Stórhöfða er opin fyrir öllum vindáttum og þar hefur mælst mestur vindur á Íslandi, 130 hnútar eða 67 metrar á sekúndu. Meðalvindhraði yfir árið er 11 m/sek. og að meðaltali eru fjórir logndagar á ári á Stórhöfða. Til þess var tekið í afmælishaldinu í gær að veður var mjög kyrrt á Stórhöfða í gær.







https://www.innanrikisraduneyti.is/sam/frettir/nr/22060
Fýll merktur árið 1970 kom í net Kristbjargar VE við Vestmannaeyjar: z Getur náð háum aldri H -Óskar í Höfðanum merkti fuglinn - Vantar 500 til 600 fugla í 90.000 Fýll sem var merktur 17. október 1970 kom í netin hjá Kristbjörgu VE við Vestmannaeyjar um miðjan síðasta mánuð. Skipverjar ráku augun í merkið á fýlnum og sáu að það leit út fyrir að vera nokkuð gamalt. Haft var samband við Óskar J. Sigurðsson í Stórhöfða til að kanna hvort hann kannaðist við merkið. Kom í ljós að hann hafði merkt fýlinn fyrir tæpu 41 ári síðan en fýlinn merkti Óskar fullorðinn þannig að hann gæti verið enn eldri. Óskar sagði í samtali við Fréttir að hann hefði heyrt af því að fýlar gætu orðið allt að 50 ára gamlir. „Þetta bendir til þess að það sé eitthvað til í því." Óskar hefur merkt fugla óslitið síðan 1953 en fuglamerkingarnar MERKIÐ góða. eru mikið áhugamál hjá honum. „Þetta er ólaunað starf, eingöngu gert af áhuga og launin eru þegar eitthvað skemmtilegt eða öðruvísi gerist, eins og núna þegar þessi fýll var endurheimtur. Núna vantar mig u.þ.b. fimm til sexhundruð merkingar til að ná níutíu þúsund fuglum og ég gæti náð því í ár. Ég er t.d. búinn að merkja 500 fugla á þessu ári. Þegar snjóar þá merki ég mikið af snjótittlingum og það kom smá snjór í ársbyrjun. Þá merki ég stundum allt upp í 100 snjótittlinga á einum degi. Reyndar merkti ég meira af fýl í fyrra enda búið að vera snjólétt síðustu ár. Svo held ég auðvitað skrá yfír allar merkingarnar og því auðvelt að fletta upp í henni þegar fuglarnir finnast," sagði Óskar. Ingvar Atli Sigurðsson, hjá Náttúrustofu Suðurlands, sagði að fýllinn næði yfirleitt háum aldri. „Fýllinn fer ekki að verpa fyrr en um sjö ára aldurinn og út frá því má gera ráð fyrir að hann nái háum aldri. Elsti fýllinn sem hefur náðst lifandi varð 43 ára og 11 mánaða, hann náðist við Bretland en þetta er án efa elsti fýllinn sem hefur náðst við Island. Reyndar gæti hann vel verið eldri því Óskar merkti hann fullorðinn þannig að hann ætti að vera í það minnsta 42 ára. En aldurinn frá merkingu og fram að endurheimtu er eini aldurinn sem við hófum staðfestan og því miðum við við hann. Það má svo kannski bæta því við að elsti fuglinn sem hefur náðst lifandi var skrofa sem náðist við Bretland. Hún var 50 ára og 11 mánaða gömul þannig að þessi tegund fugla virðist geta náð háum aldri," sagði Ingvar en upplýsingunum verður komið í gagnabanka Náttúrufræðistofunar Islands. •EIMSKI P VIÐ ERUM

http://timarit.is/direct_links_init.jsp?pageId=6125805