41 árs gamall fýll
02.03.2011 - 10:33
Fýll sem kom í net við Eyjólfsklöpp suðvestur af Heimaey um miðjan febrúar, reyndist vera að minnsta kosti fjörtíu og eins árs gamall. Fuglinn var merktur og kom í ljós að Óskar Sigurðsson vitavörður í Stórhöfða hafði merkt þennan fýl fullorðinn í Stórhöfða 17. október 1970.
Frá þessu er greint á vef Náttúrustofu Suðurlands. Enginn annar fugl sem Óskar merkit hefur lifað svo lengi frá merkingu þar til hann hefur verið endurheimtur en fyrra met var 36 ár. Elsti merkti fýllinn sem náðst hefur lifandi var 43 ára og 11 mánaða gamall í Bretlandi.
http://www.ruv.is/frett/41-ars-gamall-fyll
Engin ummæli:
Skrifa ummæli