sunnudagur, 11. september 2016

Pysjan fór til Ný­fundna­lands

2.apríl'16 | 08:59
goggle_natturust_0416
Hér má sjá ferðalag pysjunnar. Mynd fengin hjá Náttúrustofu Suðurlands.
Lundapysja sem komið var með í pysjueftirlit Sæheima 29. september 2015 og Náttúrustofa Suðurlands (Erpur Snær Hansen) merkti sama dag fannst dauð á Nýfundnalandi 11. febrúar. Fundurinn var tilkynntur til Náttúrufræðistofnunar Íslands og fengust upplýsingar um fundinn í vikunni.
138 dagar eru á milli merkingardags og fundardags en finnandi áætlaði að fuglinn hefði verið dauður í um viku þegar hann fannst 2795 km frá merkingarstað. Myndin sem fylgjir eru úr Google Earth og sýna merkingarstað og fundarstað. Frá þessu er greint að facebook-síðu Náttúrustofu Suðurlands.
Í um­fjöll­un um pysjuflugið langa í Morg­un­blaðinu í dag segir Erpur Snær m.a „Pysj­urn­ar voru al­mennt frek­ar létt­ar í haust. Fáar voru mjög þung­ar eða yfir 350 grömm. Um þriðjung­ur pysj­anna var svo illa fram geng­inn að ekki var hægt að merkja þær. Merk­in tolldu hrein­lega ekki á litl­um löpp­un­um."
http://eyjar.net/read/2016-04-02/pysjan-for-til-ny%C2%ADfundna%C2%ADlands/

Engin ummæli:

Skrifa ummæli