Pysjan fór til Nýfundnalands
2.apríl'16 | 08:59
Lundapysja sem komið var með í pysjueftirlit Sæheima 29. september 2015 og Náttúrustofa Suðurlands (Erpur Snær Hansen) merkti sama dag fannst dauð á Nýfundnalandi 11. febrúar. Fundurinn var tilkynntur til Náttúrufræðistofnunar Íslands og fengust upplýsingar um fundinn í vikunni.
138 dagar eru á milli merkingardags og fundardags en finnandi áætlaði að fuglinn hefði verið dauður í um viku þegar hann fannst 2795 km frá merkingarstað. Myndin sem fylgjir eru úr Google Earth og sýna merkingarstað og fundarstað. Frá þessu er greint að facebook-síðu Náttúrustofu Suðurlands.
Í umfjöllun um pysjuflugið langa í Morgunblaðinu í dag segir Erpur Snær m.a „Pysjurnar voru almennt frekar léttar í haust. Fáar voru mjög þungar eða yfir 350 grömm. Um þriðjungur pysjanna var svo illa fram genginn að ekki var hægt að merkja þær. Merkin tolldu hreinlega ekki á litlum löppunum."
http://eyjar.net/read/2016-04-02/pysjan-for-til-ny%C2%ADfundna%C2%ADlands/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli