sunnudagur, 11. september 2016


Síðasti vita­vörður­inn

Óskar J. Sigurðsson með lundapysju.
Óskar J. Sig­urðsson með lundapysju.
„Hann fædd­ist þarna; pabbi hans var vita­vörður og afi hans líka,“ seg­ir Jón Karl Helga­son kvik­mynda­gerðarmaður um Óskar J. Sig­urðsson vita­vörð á Stór­höfða. Jón Karl og Krist­ín Jó­hanns­dótt­ir í Vest­manna­eyj­um for­sýna í Há­skóla­bíói kl. 17 í dag nýja heim­ild­ar­mynd sína um Óskar, en hún heit­ir Heims­met­haf­inn í vit­an­um.
„Vit­inn er rúm­lega hundrað ára gam­all, og nú er son­ur Óskars að taka við veður­at­hug­un­un­um af pabba sín­um, vita­varðar­starfið er orðið sjálf­virkt.“
Óskar vita­vörður hef­ur stundað veður­at­hug­an­ir á Stór­höfða frá 1952, og gert merk­ar um­hverf­is­rann­sókn­ir fyr­ir virt­ustu vís­inda­stofn­an­ir heims. Þar fyr­ir utan hef­ur hann sett heims­met í fugla­merk­ing­um, merkt yfir 88 þúsund fugla, að sögn Jóns Karls. Óskar er jafn­framt síðasti vita­vörður­inn á Íslandi sem býr í vita.
„Óskar er bú­inn að vera þarna alla sína hund­stíð, og þarf að taka veðrið á þriggja tíma fresti, nótt og dag, átta sinn­um á sól­ar­hring. Það hef­ur aðeins einu sinni klikkað hjá hon­um, og það var í eld­gos­inu, þegar hann fór í eld­mess­una. Það var í fyrsta skipti sem ekk­ert veður­skeyti barst frá Stór­höfða. Þetta er versta veður­stöð lands­ins og það erfiðasta við gerð mynd­ar­inn­ar var að taka mynd­ir af vonda veðrinu. Annað hvort komst maður ekki út úr bíln­um og varð að hringja í Óskar úr bíln­um fyr­ir fram­an vit­ann, eða lét sig hafa það að geta ekki staðið í lapp­irn­ar.“ Það má því full­yrða að vonda veðrið í mynd­inni sé al­ekta. Í sum­ar fer mynd­in á heim­ild­ar­mynda­hátíðir útí heimi og verður því ekki form­lega frum­sýnd hér á landi fyrr en í vet­ur.

http://www.mbl.is/folk/frettir/2009/06/20/sidasti_vitavordurinn/







Engin ummæli:

Skrifa ummæli