þriðjudagur, 13. september 2016

Fréttir - Eyjafréttir, 12.08.2004 - Timarit.is - Hitamet slegið á Stórhöfða: Aldrei mælst meiri hiti í ágúst

Hitamet slegið á Stórhöfða: Aldrei mælst meiri hiti í ágúst

Mesti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Stórhöfða, í nútímaskýli, mældist á þriðjudag 19,4 stig. Að sögn Óskars Sigurssonar, vitavarðar var nútímaskýli sett upp á Stórhöfða 1953 en mesti hiti sem mæst hefur í ágústmánuði, 19,6 stig mældist í veggskýli 1927. Þær hitatölur eru ekki eins áreiðanlegar og nákvæmar og í nútímaskýli, Hitamet var slegið í júlímánuði í fyrra en þá mældist hiti á Stórhöfða 20.0 stig. Sjálfvirki mælirinn við Löngulág sýndi þá 20,9 stig en á þriðjudag sýndi hann 21 stig. Óskar segir sérstætt hvað hitinn er stöðugur en oft fari hiti upp þegar vindur er að snúast og oft ekki lengur en í klukkustund. Aðfaranótt mánudags var stöðugur hiti, fór upp í 18 gráður sem er alveg einstakt. Til samanburðar má geta þess að í ágúst 1983 mældist hæsti hiti í ágúst 10,7 stig. Það sumar var með eindæmum kalt að sögn Óskars og meðalhiti í júlí og ágúst 8 stig. Viðurkennt sé að síðustu ár hafi farið hlýnandi en sérstæðar aðstæður þurfí til, loftstraumar verði að vera réttir o.s.frv. I jarð- sögunni hafí komið hlýinda- og kuldaskeið, bæði stutt og löng.

http://timarit.is/direct_links_init.jsp?pageId=6112391

Engin ummæli:

Skrifa ummæli