þriðjudagur, 13. september 2016

Oskar Sigurðsson, vitavörður á Stórhöfða: Getur verið þreytandi - að vakna á þriggja tíma fresti „Þaö getur verið þreytandi aö vakna á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn allt árið. Ég er búinn að vera í þessu starfi í 24 árT Ég er ekki alltaf einn og þarf því ekki að vakna á öllum tímum. Eg hef tekið mér þessi venjulegu frí á sumrin. Annars má segja að ég sé hér öllum stundum," sagði Óskar Sigurðsson, vitavörður og veðurathugunarmaður á Stórhöfða á Heimaey. Allir landsmenn hafa heyrt Stórhöfða nefhdan í veðurlýsingum í útvarpi. Veðurathugunarstöð var fyrst komið upp í Vestmannaeyjum árið 1877. 1921 var stöðin flutt að Stórhöfða og þar hefur hún verið síðan. Stórhöfði er um 120 metra yfir sjó. í veðurfréttum virðist sjaldan vera logn á Stórhöfða. „Það er logn fáa daga á ári. Það munar tveimur vindstigum hvað er hvassara hér en á sjónum. Vindstigin sem eru gefin upp á Stórhöfða segja því ekki alltaf rétt til um vindinn hjá sjómönnunum. Eins er mun lygnara í kaupstaðnum þar sem þar er gott skjól vegna fjallanna." Fyrsti vitinn var byggður á Stórhöfða 1906. Hann var með olíuljósum. Síðan voru ljósavélar notaðar og nú er notast við rafmagn. Óskar sagði að það hefði verið hrein bylting að fá rafhiagnið. Bilanir heyra nú nánast sögunni til og öryggi sjófarenda því mun meira en áður var. „Það er aldrei að vita hvenær menn eru að nota ljósin frá vitanum og því er nauðsynlegt að hægt sé að treysta honum," sagði Óskar Sigurðsson. -sme

http://timarit.is/direct_links_init.jsp?pageId=2560342

Engin ummæli:

Skrifa ummæli