þriðjudagur, 13. september 2016



40 metra meðalvindur á Stórhöfða klukkan níu en lítið um tjón

Sunnan ofsaveðrið sem nú gengur yrif landið virðist hafa náð hámarki í Vestmannaeyjum um níu leytiðí morgun þegar 40 m voru á Stórhöfða. Hafði slegið upp í 47 að sögn lögreglu. Núna er meðalvindhraðinn um 30 metrar og þykir flestum nóg um.  Birt hefur yfir og engin úrkoma er í augnablikinu en sjómistur er yfir Eyjum sem baðaðar eru af ofsafengnum sjónum sem skellur á af ógnarkrafti. Fór ölduhæð á Surtseyjarduflinu yfir 12 metra þegar verst lét í morgun.
Vestmannaeyjar hafa sloppið nokkuð vel fram að þessu og hafði lögreglan aðeins fengið þrjú útköll í nótt og morgun. Hurðir höfð fokið upp og í einu tilfelli opnaðist bílskúrshurð og rifnaði hreinlega af.

http://www.eyjafrettir.is/frettir/40-metra-medalvindur-a-storhofda-klukkan-niu-en-litid-um-tjon/2015-03-14



Pálmi Freyr Óskarsson · 
Mesti 10 mín. meðalvindhraði í Vestm. 14.03.2015:
Stórhöfði 39,6 m/s. (kl. 09.) (S-átt)
Vestm.bær 17,8 m/s. (kl.09) (S-átt)
Surtsey 25,3 m/s. (kl.09.) (SSV-átt)
Básask.br. 20 m/s.
Eldfellshr. 28 m/s.
Landeyjah. m/s.
Þorláksh. m/s.

Mesta vindhviða í Vestmannaeyjum 14.03.2015:
Stórhöfði 50,7 m/s. (kl. 09.) (S-átt)
Vestm.bær 32,4 m/s. (kl.09.) .
Surtsey 36,9 m/s. (kl.09.) (SSV-átt)
Básask.br. 33 m/s.
Eldfellshr. 36 m/s.
Landeyjah. m/s.

Mesti 10 mín. meðalvindhraði á Íslandi 14.03.2015:
Skarðsmýrarfjall 44.4 m/s.

Mesta vindhviða á Íslandi 14.03.2015:
Skarðsheiði Miðfitjahóll 73,5 m/s.
LikeReply1Mar 14, 2015 11:41am

Engin ummæli:

Skrifa ummæli