Fýll merktur árið 1970 kom í net Kristbjargar VE við Vestmannaeyjar:
z Getur náð háum aldri
H -Óskar í Höfðanum merkti fuglinn - Vantar 500 til 600 fugla í 90.000
Fýll sem var merktur 17. október
1970 kom í netin hjá Kristbjörgu VE
við Vestmannaeyjar um miðjan
síðasta mánuð. Skipverjar ráku
augun í merkið á fýlnum og sáu að
það leit út fyrir að vera nokkuð
gamalt. Haft var samband við Óskar
J. Sigurðsson í Stórhöfða til að
kanna hvort hann kannaðist við
merkið. Kom í ljós að hann hafði
merkt fýlinn fyrir tæpu 41 ári síðan
en fýlinn merkti Óskar fullorðinn
þannig að hann gæti verið enn eldri.
Óskar sagði í samtali við Fréttir að
hann hefði heyrt af því að fýlar gætu
orðið allt að 50 ára gamlir. „Þetta
bendir til þess að það sé eitthvað til
í því."
Óskar hefur merkt fugla óslitið
síðan 1953 en fuglamerkingarnar
MERKIÐ góða.
eru mikið áhugamál hjá honum.
„Þetta er ólaunað starf, eingöngu
gert af áhuga og launin eru þegar
eitthvað skemmtilegt eða öðruvísi
gerist, eins og núna þegar þessi fýll
var endurheimtur. Núna vantar mig
u.þ.b. fimm til sexhundruð merkingar
til að ná níutíu þúsund fuglum
og ég gæti náð því í ár. Ég er t.d.
búinn að merkja 500 fugla á þessu
ári. Þegar snjóar þá merki ég mikið
af snjótittlingum og það kom smá
snjór í ársbyrjun. Þá merki ég
stundum allt upp í 100 snjótittlinga
á einum degi. Reyndar merkti ég
meira af fýl í fyrra enda búið að vera
snjólétt síðustu ár. Svo held ég
auðvitað skrá yfír allar merkingarnar
og því auðvelt að fletta upp í
henni þegar fuglarnir finnast," sagði
Óskar.
Ingvar Atli Sigurðsson, hjá
Náttúrustofu Suðurlands, sagði að
fýllinn næði yfirleitt háum aldri.
„Fýllinn fer ekki að verpa fyrr en
um sjö ára aldurinn og út frá því má
gera ráð fyrir að hann nái háum
aldri. Elsti fýllinn sem hefur náðst
lifandi varð 43 ára og 11 mánaða,
hann náðist við Bretland en þetta er
án efa elsti fýllinn sem hefur náðst
við Island. Reyndar gæti hann vel
verið eldri því Óskar merkti hann
fullorðinn þannig að hann ætti að
vera í það minnsta 42 ára. En
aldurinn frá merkingu og fram að
endurheimtu er eini aldurinn sem
við hófum staðfestan og því miðum
við við hann. Það má svo kannski
bæta því við að elsti fuglinn sem
hefur náðst lifandi var skrofa sem
náðist við Bretland. Hún var 50 ára
og 11 mánaða gömul þannig að
þessi tegund fugla virðist geta náð
háum aldri," sagði Ingvar en
upplýsingunum verður komið í
gagnabanka Náttúrufræðistofunar
Islands.
•EIMSKI P VIÐ ERUM
http://timarit.is/direct_links_init.jsp?pageId=6125805
Engin ummæli:
Skrifa ummæli